Uncategorized — 15/01/2013 at 23:15

Arsenal tilbúið að fara að kaupa!

by

arsene

Eftir dapurt tap gegn Manchester City og mjög svo lélega byrjun á þessu ári hjá Arsenal þá hlýtur að vera eitthvað betra handan við hornið. Arsene Wenger hefur látið hafa eftir sér að nú sé Arsenal tilbúið til þess að eyða meiri pening í liðið sjálft þar sem völlurinn (Emirates Stadium) sé nú bráðum að verða borgaður upp, einhverjum 6 árum á undan áætlun.

„Við viljum halda öllum leikmönnunum sem við höfum og bæta kannski tveimur nýjum við ef það er hægt,“ sagði Wenger.

„Við munum fara að eyða stórum fjárhæðum á ný, við höfðum mjög takmarkað fjármagn eftir að hafa byggt leikvanginn. “

„Öll félög sem hafa gert það hafa staðið sig örlítið verr árin á eftir. Við héldum okkur á toppnum. Án þess þó að vinna titil. En við vorum alltaf við toppinn.“

„Nú erum við komnir í miklu sterkari stöðu fjárhagslega og getum farið að eyða á ný.“

Þar sem það er nú Janúar þá er rétt að skoða hvaða leikmenn hafa verið orðaðir við liðið síðustu daga. Einna sterkasti orðrómurinn er sá að Adrian Lopez hjá Atletico Madrid sé á leið til Arsenal. En mjög svo skiptar skoðannir fjölmiðla er á því hvort hann muni verða seldur núna í Janúar eða í sumar.

Yoann Gourcuff hjá Lyon var með verðmiðann 20 milljónir punda árið 2009 en er víst nú fáanlegur fyrir um 3 milljæonir punda og sagt er að Arsenal hafi áhuga.

Wilfried Zaha er enn orðaður við Arsenal og segja blöðin að Man Utd og Arsenal séu að bítast um þennan 20 ára gamla framherja hjá Crystal Palace.

Etienne Capoue, miðjumaður hjá Toulouse er sterklega orðaður við okkar lið og á hann að vera fáanlegur fyrir um 10 milljónir punda.

Annar miðjumaður, Yann M’Vila er kominn á útsölu, en verðmiðinn á honum í sumar var um 20 milljónir punda, en nú er hann fáanlegur fyrir um 8 milljónir punda.

Hatem Ben Arfa vill samkvæmt enskum blöðum ólmur spila með Arsenal í framtíðinni, hvort það sé eitthvað til í þessu eða að Wenger vilji hann verður bara að koma í ljós.

Eflaust á einhver af þessum leikmönnum eftir að enda í Arsenal áður en 1 Febrúar rennur upp en hver það verður er ómögulegt að spá. Svo gæti Wenger líka komið á óvart og keypt 18 ára gutta frá Afríkuríki.  🙂

Comments

comments