Uncategorized — 11/03/2015 at 13:05

Arsenal til Asíu á næsta undirbúningstímabili

by

Arsene-Wenger

Arsenal mun spila við Everton, Stoke City og úrvalslið frá Singapore í æfingaferðalagi til Asíu næsta sumar.

Mótið heitir Barclays Asia Trophy og fer fram milli 15-18. júlí. Þetta verður í fyrsta skiptið síðan 1991 sem Arsenal ferðast til Singapore en þá voru enn fimm ár í að Wenger tæki við Arsenal.

Við erum ánægðir með að spila í BAT, við höfum ekki farið til Singapore ennþá síðan ég tók við og þess vegna erum við ánægðir með að fara þangað.

Þetta verður týpísk enskrar úrvalsdeildarbarátta í Asíu og við vitum að enski boltinn er mjög vinsæll í Asíu, svo aðþetta er gott tækifæri til að sýna okkar virðingu fyrir Asíu.

Sterk áskorun er það sem þú leitast eftir, að undirbúa vel með réttri ákefð í leikjum til að geta fylgst með öllum. Við höfum unga og efnilega leikmenn sem gætu orðið að alvöru nöfnum eftir mótið. Þetta er gott tækifæri fyrir fólkið í Singapore að sjá þessa menn.
Arsene Wenger

Comments

comments