Uncategorized — 26/07/2014 at 23:03

Arsenal tapaði í Bandaríkjunum

by

Arsenal v New York Red Bulls - Pre-Season Friendly

Arsenal tapaði í kvöld gegn Henry og félögum hans í New York Red Bulls, 1-0.

Wenger stillti upp mjög sérstöku liði í fyrri hálfleik. Leikmennirnir komu kannski ekki á óvart en stöðurnar sem þeir spiluðu gerðu það. Rosicky var framherji, Monreal var í miðverði og Zelalem sem er ungur og efnilegur miðjumaður fékk að dúsa úti á hægri kantinum. Annars var byrjunarliðið skipað: Szczesny, Jenkinson, Hayden, Monreal, Gibbs, Arteta, Wilshere, Zelalem, Ramsey, Cazorla ogRosicky.

New York byrjaði vel og fékk Henry strax á annarri mínútu dauðafæri sem Szczesny varð frábærlega frá honum. Henry var svo aftur á ferðinni þegar hann lagði upp færi fyrir Bradley Wright-Philips, sem er auðvitað fóstursonur Ian Wright. Arsenal fékk sitt fyrsta færi á 18. mínútu þegar Ramsey átti ágætis skot framhjá. En á 32. mínútu skoraði Bradley eftir hornspyrnu frá Henry. Vörnin var alveg út á aka og enginn að dekka Bradley né þann sem skallaði boltanum til hans. Arsenal vaknaði aðeins við þetta og fékk Wilshere dauðafæri sem hann klúðraði auk þess að eiga flott skot sem markmaður New York varði.

Martinez, Bellerin, Monreal, Miquel, Gibbs, Coquelin, Flamini, Diaby, Cazorla, Rosicky og Akpom var liðið sem hóf síðari hálfleik. Rétt eftir að Henry fór útaf þá skoraði Diaby fínt mark eftir sendingu frá Akpom en hann var dæmdur rangstæður. Fáránlega lítið gerðist, en á 70 mínútu komu Olsson og Toral inn á fyrir Cazorla og Rosicky. Á 79. mínútu komst Akpom einn innfyrir en hann náði aldrei almennilega valdi á boltanum og skot hans fór beint á markvörð New York, sem brunuðu svo í sókn og voru óheppnir að bæta ekki við marki. Síðasta færi leiksins átti svo Arsenal þegar Olsson tók aukaspyrnu á hættulegum stað en boltinn fór hátt yfir.

Þetta var frekar leiðinlegur æfingaleikur, lítið tekið á því og menn virðast vera þungir enda stíft prógram í gangi hjá Wenger. Núna tekur við smá æfingaferð til Austurríkis en næsti leikur er í ágúst þegar Arsenal tekur þátt í Emirates Cup.

SHG

 

 

Comments

comments