Uncategorized — 10/09/2011 at 23:59

Arsenal – Swansea 1-0

by

Arsenal vann sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni í dag og þurfti svokallað freaky mark frá Andrei Arshavin til þess að við næðum öllum stigunum þremur. Arsenal var mun meira með boltann en lítið hefði mátt út af bregða svo Swansea hefði náð stigi eða stigum í leiknum.

Nýju leikmennirnir Mertesacker, Arteta og Benayoun spiluðu allir í leiknum og var Arteta mjög góður í leiknum. Mertesacker þarf að venjast Ensku Úrvalsdeildinni og sást að hann þarf að ná upp hraða í leik sínum. Benayoun kom inná sem varamaður og sýndi alveg ágætis takta.

Það var pínu skrítin tilfinning að sjá Arsenal spila í dag, mér fannst eins og þetta væri allt annað lið en það sem ég sá spila á síðasta tímabili. Það var greinilegt að sjálfstraustið var í sögulegu lágmarki og sóknarleikurinn mjög slakur. Mark Arsenal kom þó á 41 mínútu eftir mjög svo slæm mistök í vörn Swansea, Arshavin refsaði  með sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki í vetur. Okkar menn reyndu hvað þeir gátu í seinni hálfleiknum að koma inn öðru marki en eins og áður sagði þá var sóknarleikurinn mjög lélegur og ekki líklegur til afreka.

Helstu atriði úr leiknum má sjá hér að neðan:

 


szólj hozzá: Ars 1-0 Swe

MAÐUR LEIKSINS: Mikel Arteta

 

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Bacary Sagna
Per Mertesacker
Kieran Gibbs
Laurent Koscielny
Emmanuel Frimpong(73)
Mikel Arteta
Theo Walcott
Aaron Ramsey
Robin van Persie(80)
Andrey Arshavin(62)

BEKKURINN:

Ju Young Park
Andre Santos
Johan Djourou
Lukasz Fabianski
Marouane Chamakh(80)
Yossi Benayoun(62)
Francis Coquelin(73)

 

Comments

comments