Uncategorized — 24/05/2012 at 21:15

Arsenal staðfestir Bould sem aðstoðarþjálfara

by

Arsenal F.C. hefur staðfest að Steve Bould verði aðstoðarþjálfari Arsene Wengers á næsta tímabili. Steve Bould hefur verið í þjálfarateymi Arsenal síðan 2001. Bould spilaði á sínum tíma 372 leiki fyrir Arsenal og vann sjö stóra titla.

Þá var einnig staðfest að Neil Banfield varaliðsþjálfari verður einn af þjálfurum aðalliðsins. Banfield hefur starfað hjá Arsenal síðustu 15 árin, og eins og Bould kunnugur knattspyrnustefnu Arsenal.

Ekki er búið að ráða menn í stað Bould og Banfield en það verður gert á næstu vikum.

SHG

Comments

comments