Uncategorized — 06/02/2015 at 15:00

Arsenal staðfestir nýja samninga við Coquelin og Akpom

by

Arsenal v Fulham - Premier League

Francis Coquelin og Chuba Akpom hafa báðir skrifað undir nýjan langtíma samning við Arsenal.

Þetta hefur legið í loftinu í nokkra daga en nú hefur Arsenal greint frá því að samningarnir við þessa tvo flottu leikmenn séu í höfn.

Coquelin kom til Arsenal árið 2008 og hefur leikið 54 leiki fyrir félagið og vann meðal annars FA Youth Cup árið 2009.

Chuba Akpom er fæddur árið 1995 og hefur verið hjá Arsenal frá sjö ára aldri, en hann gekk í akademíu Arsenal árið 2002. Hann spilaði sinn fyrsta leik í sigri á Sunderland í september 2013.

Arsene Wenger:
Ég er mjög ánægður með þetta því fyrir mér hafði ég tvö markmið í félagaskiptaglugganum. Fyrsta markmiðið var að kaupa varnarmann og það gerðum við. Seinna markmiðið var að framlengja samningum við Coquelin og Akpom og það tókst einnig.

Comments

comments