Uncategorized — 05/01/2015 at 22:47

Arsenal staðfestir að Podolski er farinn til Inter

by

Lukas-Podolski

Inter Milan hefur gengið frá lánssamning við Arsenal á sóknarmanninum Lukas Podolski út tímabilið.

Podolski hefur verið ósáttur við gang mála á leiktíðinni en hann hefur að mestu verið úti í kuldanum þetta tímabilið og vonast til að fá að spila meira.

Hann spilaði aðeins tvo leiki í byrjunarliði þessa leiktíðina og kom ellefu sinnum af bekknum en hann hefur skorað þrjú mörk það sem af er tímabili.

Hinn þýski Podolski skoraði 31 mark í 82 leikjum fyrir Arsenal en hann er þekktur fyrir að vera með einn af öflugri skotfótum sem þú finnur.

Heimild: Arsenal.com
Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments