Uncategorized — 12/04/2013 at 10:20

Arsenal spilar í vináttumóti í Japan í sumar – Ryo spenntur

by

ryo

Arsenal staðfesti á heimasíðu sinni í gær að þeir muni taka þátt í Saitama City Cup sem haldið verður í Japan. Arsenal mun þar spila við Nagoya Grampus Eight þann 22. júlí og gegn Urawa Reds 26. júlí

Ryo Miyaichi, tvítugur framherji Arsenal sem hefur verið í láni hjá Wigan er uppalinn í Nagoya og segir að það væri frábært að spila fyrir Arsenal í heimalandinu þar sem Arsenal sé mjög stórt nafn í Japan.

,,Ég vona að ég geti spilað með Arsenal í Japan, það væri frábært fyrir mig. Arsenal á fullt af stuðningsmönnum í Japan, í Kína og Malasíu sömuleiðis. Ég held það væri gott fyrir allt liðið. Ég hef talað við fjölskylduna og þau eru öll ánægð að sjá Arsenal í Japan. Þau vilja að sjálfsögðu sjá mig spila,” sagði Ryo en hann verður frá út tímabilið vegna hnémeiðsla og óvíst hvort hann verði tilbúinn.

,,Til að vera hreinskilinn þá væri það pressa á mér og ég þyrfti að spila vel og sýna mín gæði frammi fyrir japönsku þjóðinni. Ég er pínu stressaður en hlakka til að fara til Japan ef ég verð valinn.”

Þess má geta að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var þjálfari Nagoya áður en hann var ráðinn til Arsenal en Ryo var aðeins tveggja ára gamall þegar Wenger stýrði Nagoya til sigurs í Emperors Cup árið 1995 og telur að hann muni fá frábærar viðtökur.

,,Hann hefur gert fullt af hlutum fyrir Japan og Nagoya. Þau munu vera ánægð að sjá hann aftur. Japanskir stuðningsmenn horfa mikið á ensku úrvalsdeildinni og þjálfarinn hefur þjálfað Nagoya. Það er einnig mín heimaborg svo það væri frábært fyrir mig og liðið að vera þar.”

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments