Uncategorized — 26/07/2015 at 17:09

Arsenal sigrar Emirates Cup með 13 stig!

by

IMG_3085.PNG

Arsenal 1-0 Wolfsburg
1-0 Theo Walcott (’50)

Petr Cech var í búrinu í dag þegar Arsenal mætti Wolfsburg í seinni leiknum í Emirates bikarnum rétt í þessu.

Það var Theo Walcott sem skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik en fleiri mörk voru ekki skoruð og því vinnur Arsenal Emirates bikarinn með 13 stig, en þar á eftir komu Villarreal með 10.

Í Emirates Cup eru gefin þrjú stig fyrir sigur, eitt fyrir jafntefli og ekkert fyrir tap, en einnig er gefið eitt stig fyrir hvert skorað mark.

Fyrr í dag lagði Villarreal lið Lyon 2-0 og unnu því báða sína leiki og enda með tíu stig.

EEO

Comments

comments