Leikjaumfjöllun — 29/08/2015 at 14:41

Arsenal sigraði tíu Newcastle menn – Sjáðu markið og rauða spjaldið

by

Arsenal v Tottenham Hotspur - Premier League

Arsenal sigraði Newcastle 1-0 rétt í þessu, en það var Alex Oxlade-Chamberlain sem átti sigurmarkið sem skráð var sem sjálfsmark Fabriccio Coloccini.

Aleksandar Mitrovic fékk rautt spjald eftir rúmt korter fyrir ljótt brot á Francis Coquelin en eftir það var róðurinn erfiður fyrir Arsenal gegn miklum varnarþunga Newcastle manna.

Það tók því 52 mínútur að brjóta ísinn og skora eina mark leiksins en það dugði fyrir þremur stigum í dag.

Mark Chamberlain sem fór af Coloccini og þar með skráð sem sjálfsmark

Mitrovic með rautt spjald fyrir þetta brot

Comments

comments