Uncategorized — 18/07/2015 at 14:28

Arsenal sigraði Everton í Barclays Asia Trophy

by

Arsenal Home Kit Launch for Season 2015/16

Arsenal og Everton mættust í úrslitaleik Barclays Asia Trophy rétt í þessu en Arsenal menn unnu leikinn með þremur mörkum gegn einu.

Staðan var 1-0 í hálfleik með marki Theo Walcott um miðbik fyrri hálfleiks en Santi Cazorla og Mesut Özil komu Arsenal í 3-0 eftir rúman klukkutíma leik.

Ross Barkley klóraði í bakkan með marki fyrir Everton á 76. mínútu en lengra komust þeir ekki og Arsenal vinnur því þetta skemmtilega vináttumót.

Comments

comments