Uncategorized — 21/09/2011 at 23:08

Arsenal – Shrewsbury 3-1

by

Arsene Wenger ákvað að stilla upp liði með bæði reyndum og óreyndum leikmönnum og virkaði það ágætlega í þetta skiptið. Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í seinni hálfleiknum og skoraði flott mark. Yossi Benayoun var góður í leiknum og skoraði einnig. Francis Coquelin, Emmanuel Frimpong og Kieran Gibbs áttu einnig frábærann leik og skoraði Gibbs fyrsta mark Arsenal í leiknum eftir að Screwsbury hafði verið yfir í leiknum í um það bil 20 mínútur en Screwsbury skoraði á 16 mínútu. Við fengum síðan aðeins að sjá unga Japanann han Ryo en hann kom inná 72 mínútu og sýndi nokkra takta. Nýji framherjinn okkar hann Ju Young Park spilaði í leiknum og lofar nokkuð góðu.

Frábær sigur okkar manna í 3 umferð Carling bikarsins og vonandi fáum við að sjá svipað lið í 4 umferðinni.

Maður leiksins: Alex Oxlade-Chamberlain

Arsenal v Shrewsbury Town by Remsteeg

BYRJUNARLIÐIÐ:

Lukasz Fabianski
Carl Jenkinson
Ignasi Miquel
Johan Djourou (c)
Kieran Gibbs
Alex Oxlade-Chamberlain(90)
Francis Coquelin
Emmanuel Frimpong(77)
Yossi Benayoun
Ju Young Park(72)
Marouane Chamakh

BEKKURINN:

Damian Martinez
Nico Yennaris
Daniel Boateng
Oguzhan Ozyakup(77)
Ryo(72)
Chuks Aneke(90)
Sanchez Watt

 

Comments

comments