Uncategorized — 27/01/2014 at 17:51

Arsenal semur við PUMA

by

puma_football

Eins og margir Arsenal stuðningsmenn vissu þá hélt Arsenal fréttamannafund í dag og tilkynnti eins og flestir höfðu búist við um nýjan samning við Puma sem mun sjá um að klæða leikmenn og stuðningsmenn næstu árin. Samningurinn er gerður til 5 ára og mun skila Arsenal um 150 milljónum punda, 30 milljónum punda á ári. Samingurinn mun taka gildi 1 Júlí í ár.

Stuðningsmönnum var þó ekki sýndir búningar næsta árs og verðum við því að bíða eftir að fá að sjá þá en þó var sagt frá því að heimabúningur næsta tímabils yrði rauður og hvítur eins og vanalegt er, varabúningurinn verður gulur og blár og síðan verður gefinn út þriðji búningurinn sem verður blár með grænu í.

Puma skýrði frá því að það hefði reynt í fjölda ára að ná samningum við Arsenal sem nú hafi loks tekist. Mikel Arteta, Santi Cazorla og Olivier Giroud eru allir með samning við Puma.

20 ára sögu Nike og Arsenal er því að ljúka og verður að segjast að PUMA verður spennandi kostur og gaman að sjá hvernig til tekst.

Hér að neðan eru síðan búningar sem eru taldir líklegir sem búningar næsta tímabils eða allavega þá hafa þessar myndir flögrað um netið í langann tíma enda var nánast vitað um þennan samning fyrir um ári síðan.

article-2321029-19AC61DD000005DC-250_306x423 new-arsenal-puma-away-kit-feature project2014-15arsenalconcept_20130511_1438984621KGÞ

Comments

comments