Uncategorized — 16/04/2012 at 13:15

Arsenal sagt hafa áhuga á Gylfa

by

Einhverjir netmiðlar á Englandi eru nú að orða Arsenal við Gylfa Sigurðsson sem hefur svo sannarlega slegið í gegn með Swansea frá því hann kom þangað að láni frá Hoffenheim og er hann kallaður hinn nýji Frank Lampard.

Gylfi sem lék áður með Reading og skoraði þar 22 mörk í 51 leik er enn samningsbundinn Hoffenheim en talið er að ansi mörg lið í Englandi vilja reyna að ná í hann næsta sumar og er talað um að verðmiðinn á honum sé um 5-6 milljónir punda. Gylfi spilaði 39 leiki fyrir þýska liðið og skoraði þar 10 mörk. Hjá Swansea hefur Gylfi núna skorað 7 mörk og lagt upp önnur fjögur. Gylfi var líka valinn leikmaður Mars mánaðar í ensku Úrvalsdeildinni.

En hvort að Wenger sér það sem aðrir sjá í Gylfa er hinsvegar allt annað mál. Vilt þú sjá hann í rauðri Arsenal treyju á næsta tímabili ?

Comments

comments