Uncategorized — 20/11/2014 at 12:50

Arsenal og Manchester United mætast næstu helgi á Emirates

by

arsenal vs man united

Laugardaginn 22 Nóvember næstkomandi þá verður sannkallaður erkifjanda slagur þar sem að okkar menn í Arsenal munu fá lið Manchester United í heimsókn á Emirates Stadium í London. Í hvoru liði eru menn sem að hafa spilað með hinu félaginu en það eru þeir Robin van Persie hjá Manchester United og Danny Welbeck hjá Arsenal.

Síðustu 8 viðureignir þessara liða hafa endað á þennan hátt:

Á heimavelli Arsenal

31 Janúar 2010, 1 – 3 fyrir Manchester United (Vermaelen fyrir Arsenal – Nani, Rooney og Park fyrir United)

1 Maí 2011, 1 – 0 fyrir Arsenal (Aaron Ramsey)

22 Janúar 2012, 1 – 2 fyrir Manchester United (Van Persie fyrir Arsenal – Valencia og Welbeck fyrir United)

28 Apríl 2013,  1 – 1 Jafntefli (Walcott fyrir Arsenal – Van Persie fyrir United)

12 Febrúar 2014, 0 – 0

Á heimavelli Manchester United

13 Desember 2010, 1 – 0 fyrir Manchester United (Park fyrir United)

28 Ágúst 2011, 8 – 2 fyrir Manchester United (Welbeck, Nani, Park, Young með 2 mörk og Rooney með 3 mörk fyrir United – Walcott og Persie fyrir Arsenal)

3 Nóvember 2012, 2 – 1 fyrir Manchester United (Van Persie og Evra fyrir United – Cazorla fyrir Arsenal)

10 Nóvember 2013, 1 – 0 fyrir Manchester United (Van Persie fyrir United)

Eins og þetta stendur í síðustu 8 viðureignum þessara liða þá hefur Manchester United unnið 6, Arsenal unnið 1 og 1 jafntefli.

Núna stefnir Arsenal á að sigra United og endurheimta stöðu sína í 4 sæti eftir súrt tap gegn Swansea 2 – 1 í síðasta leik.


Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments