Uncategorized — 15/05/2013 at 19:34

Arsenal og Chelsea gætu spilað úrslitaleik um þriðja sætið

by

JackW_SwanseaFACUP

Talsmaður Úrvalsdeildarinnar á Englandi staðfesti í dag við BBC að Arsenal og Chelsea muni spila úrslitaleik um þriðja sætið ef liðin enda hnífjöfn að markatölu.

Arsenal er í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir Chelsea, en Arsenal hefur markatöluna 71:37 (+34) á meðan Chelsea hefur markatöluna 73:38 (+35).

Chelsea hafði þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna á tímabilinu en það myndi ekki telja með og leikinn yrði úrslitaleikur á hlutlausum velli.

Til þess að þetta gerist þá þarf Arsenal að vinna með einu marki og Chelsea gera jafntefli. Vinni Arsenal því 2-1 og Chelsea gerir 0-0 jafntefli þá enda þau með jafna markatölu. Eins ef Arsenal vinnur 3-2 og Chelsea gerir 1-1 jafntefli, ef Arsenal vinnur 4-3 og Chelsea gerir 2-2 jafntefli og svo framvegis.

Þess má geta að síðustu leikirnir eru klukkan 15:00 á sunnudaginn en þá fer Arsenal í heimsókn á St. James’s Park og Chelsea fær Everton í heimsókn.

Eyþór Oddsson

Comments

comments