Uncategorized — 14/04/2012 at 00:42

Arsenal nú orðað við Giroud og Belhanda

by

Montpellier situr í fyrsta sæti Frönsku deildarinnar með 3 stiga forskot á Paris St Germain þegar aðeins 7 leikir eru eftir og þar af leiðandi hlýtur Arsenal að vera orðað við leikmenn í því liði. Að þessu sinni er það ekki einn leikmaður, heldur tveir. Olivier Giroud og Younes Belhanda hafa samtals skorað 34 mörk og gefið 10 stoðsendingar fyrir franska liðið á þessari leiktíð. Giroud sem er 25 ára og er framherji hefur skorað 23 mörk og átt 7 stoðsendingar. Belhanda er 22 ára og spilar vanalega á vinstri kanti og hefur skorað 11 mörk.

Louis Nicollin, eigandi Montpellier hefur sagt opinberlega að han sé tilbúinn að selja þá báða fyrir rétt verð en verðmiðinn á þeim er talinn vera um 25 milljónir punda þ.e fyrir þá báða. Arsenal er þó ekki eina liðið sem er að fylgjast með þeim en Paris St Germain er sagt vera tilbúið að kaupa þá báða líka.

Hvað svo sem gerist í sumar þá er það á hreinu að þeir eru báðir ansi spennandi leikmenn. Sjáið til dæmis þetta mark frá Belhanda sem han skoraði gegn Marseille á síðasta Miðvikudag í 3-1 sigri.


Le superbe but de Belhanda contre l’OM by tohom_fr

Comments

comments