Uncategorized — 05/05/2012 at 23:54

Arsenal – Norwich 3-3

by

Arsenal spilaði í dag einn mikilvægasta leik sinn á þessu tímabili en með sigri hefði Arsenal komist enn nær í því tryggja sér 3 sætið í deildinni og þar með Meistaradeildar sæti. Norwich mættu á Emirates, og hafði í raun ekkert að spila fyrir. Arsenal hafði allt að spila fyrir og gerðu það ekki vel en leikurinn fór 3-3.

Það má segja að það eina sem Arsenal náði út úr leiknum var 1 stig og eitt stykki fótbrot hjá Bacary Sagna.

Fyrsta mark leiksins kom á 2 mínútu frá Benayoun, Norwich jafnaði svo á 12 mínútu og komst svo yfir á 27 mínútu. Staðan var því 1-2 í hálfleik. Í síðarri hálfleiknum bjóst maður nú við því að Arsenal liðið kæmi vitlaust til leiks og næðu að valta yfir lið Norwich sem fékk tvær sóknir í fyrri hálfleiknum og skoraði úr þeim báðum. Lið Arsenal kom inn í síðarri hálfleikinn á sama hátt og í þeim fyrri, það var eins og þeir gerðu sér ekki grein fyrir mikilvægi leiksins. Van Persie skoraði svo loksins á bæði 72 og 80 mínútu en það var ekki nóg. Varnarvinna Arsenal í þessum leik var algjört djók og sýndi sig á 85 mínútu þegar Norwich jafnaði leikinn aftur.

Það má segja að pirringur og saga þessa tímabils hafi sýnt sig í þessum leik en það er alveg greinilegt að án Arteta þá er sóknarleikur Arsenal ekki nógu góður og varnarvinnan er algjört djók.

Ekkert meir um þetta að segja í raun. En nú geta Newcastle og Tottenham komist upp fyrir Arsenal þegar aðeins einn leikur er eftir og er hann gegn West Brom á útivelli

arsenal.is Maður leiksins:  Van Persie

BYRJUNARLIÐIÐ:
Wojciech Szczesny
Bacary Sagna(33)
Thomas Vermaelen
Laurent Koscielny
Kieran Gibbs
Alex Song
Aaron Ramsey(63)
Tomas Rosicky
Yossi Benayoun(69)
Gervinho
Robin van Persie (c)

BEKKURINN:
Lukasz Fabianski
Andre Santos
Johan Djourou
Francis Coquelin(33)
Alex Oxlade-Chamberlain(63)
Ju Young Park
Marouane Chamakh(69)

 


szólj hozzá: Arsenal 3-3 Norwich all goals

Comments

comments