Uncategorized — 10/08/2014 at 16:19

Arsenal meistari meistaranna

by

Manchester City v Arsenal - FA Community Shield

Arsenal fór frekar létt með Man City í dag og sýndu að þeir eru til alls líklegir í vetur.

Arsenal byrjuðu virkilega vel og var bara spurning hvenær og hver myndi skora fyrsta markið. En þaðvar Santi Cazorla sem gerði það og áttu Sanogo og Alexis sinn þátt í markinu.

Þeir tveir voru aftur á ferð þegar Alexis fann Sanogo með fullkomnri sendingu sem lagði svo boltan fyrir Ramsey og hann kláraði færið, 2-0 í hálfleik.

Í hálfleik kom Giroud inn á og skoraði þriðja og síðasta mark Arsenal með frábæru skoti. Þessar 45 mínútur  dugðu Giroud til að vera valinn maður leiksins.

Fyrsti leikur tímabilsins búinn að bikar kominn í hús.

SHG

Manchester City v Arsenal - FA Community Shield Manchester City v Arsenal - FA Community Shield

Comments

comments