Uncategorized — 06/06/2012 at 10:03

Arsenal með í NextGen evrópukeppninni

by

Arsenal hefur verið dregið í riðil fjögur með Athletic Bilbao, Marseille og Anderlecht í NextGen evrópukeppninni sem er fyrir leikmenn yngri en 19 ára. Þessi Evrópukeppni byggir á sömu gerð af keppni og Meistaradeildin og eru 24 bestu Evrópsku liðin með í þessari keppni.

Þó svo að þessi keppni sé ætluð fyrir U-19 leikmenn þá er leyfilegt að nota 3 leikmenn sem eru eldri en það en leikmennirnir þrír verða að vera uppaldir hjá félaginu. Arsenal er að taka þátt í þessari keppni í fyrsta skipti ásamt 9 öðrum félögum sem ekki hafa tekið þátt áður. En þessari keppni var hleypt af stað á síðasta tímabili en Inter Milan vann þessa keppni þá og fyrst allra liða.

Þessi keppni er svo sannarlega tækifæri til þess að leyfa yngri leikmönnum að fá meiri reynslu ásamt því að taka þátt í alvöru Evrópukeppni. Og að sjálfsögðu munum við fylgjast með U-19 liði Arsenal í þessari keppni. Úrslitaleikurinn verður í Mars 2013.
Riðill 1 – FC Barcelona, Tottenham Hotspur, Olympiacos, Vfl Wolfsburg.

Riðill 2 – Manchester City, Juventus, Paris Saint-Germain, Fenerbahce.

Riðill 3 – Chelsea, AFC Ajax, CSKA Moscow, Molde FK.

Riðill 4 – Arsenal, Athletic Bilbao, Olympique de Marseille, RSC Anderlecht.

Riðill 5 – Liverpool, Borussia Dortmund, Internazionale, Rosenborg BK.

Riðill 6 – Sporting Clube de Portugal, Celtic, Aston Villa, PSV Eindhoven

Nánari upplýsingar um þessa keppni er að finna hér

Comments

comments