Nú rétt áðan var dregið í Meistaradeild Evrópu þ.e 16 liða úrslitum. Arsenal dróst á móti Bayern Munich. Það er því ljóst að Podolski mun spila við sína fyrrverandi samherja hjá Bayern. Einnig er ljóst að þetta er mjög erfiður andstæðingur með leikmenn innanborðs eins og Manuel Neuer, Frank Ribery, Arjen Robben, Bastian Schweinsteiger, Mario Gomez og Thomas Muller.
Manchester United dróst gegn Real Madrid, Ronaldo mun því mæta sínum fyrrverandi félögum í þeim leik.
Allur drátturinn er hér:
Galatasaray v FC Schalke
Celtic v Juventus
Arsenal v Bayern Munich
Shakhtar Donetsk v Borussia Dortmund
AC Milan v Barcelona
Real Madrid v Manchester United
Valencia v Paris Saint-Germain
FC Porto v Malaga