Uncategorized — 06/06/2013 at 01:06

Arsenal losar sig við þrjá leikmenn

by

Arshavin_blackburn

Arsenal staðfesti í dag á heimasíðu sinni að þrír leikmenn séu á leið burt frá félaginu þegar samningur þeirra endar þann 30. júní.

Þetta eru Andrey Arshavin, Sebastien Squillaci og Denilson, en þeir hafa átt misgóðu gengi að fagna hjá Arsenal.

Arshavin var keyptur til Arsenal á sínum tíma og átti fína tíma hjá félaginu en það er farið að halla á frammistöður hans og hefur hann ekki sýnt nógu góðar frammistöður í um tvö ár.

Sérstaklega var minnisstæð ferna sem Arshavin skoraði á Anfield í apríl 2009. Denilson hefur hinsvegar verið á láni hjá Sao Paulo undanfarin tvö ár en hann var álitinn mjög efnilegur en náði ekki að sýna þær hæðir sem hann átti að verða.

Squillaci yfirgefur klúbbinn eftir þriggja ára dvöl en hann kom frá Sevilla 2010 en dvöl hans hefur verið martraðartími og hann er ekki vel metinn af stuðningsmönnum félagsins.

Squillaci spilaði 32 leiki á sínu fyrsta tímabili þegar hann lék ásamt Laurent Koscielny og Johan Djourou í miðvarðarlínu Arsenal en Thomas Vermaelen var meiddur mest allt tímabilið. Síðan þá hefur spilatími hans verið af skornum skammti enda frammistöður hans ekki til að hrópa húrra fyrir.

 

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments