Uncategorized — 15/09/2014 at 16:35

Arsenal lentir í Þýskalandi

by

Leikmenn Arsenal eru lentir núna í Þýskalandi þar sem að þeir munu mæta liði Dortmund í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Arsenal hafa mætt liði Dortmund 2 sinnum á síðustu 3 árum í riðlakeppnini og má segja að liðin þekkja til hvors annars mjög vel.

Nokkrir lykilleikmenn hjá báðum liðum eru meiddir og má nefna meðal annars leikmenn eins og Nuri Sahin og Marco Reus hjá Dortmund, en hjá Arsenal eru Theo Walcott, Serge Gnabry og Olivier Giroud allir á meiðslalista okkar.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 á íslenskum tíma og ætlast er til að allir stuðningsmenn Arsenal hér á landi og erlendis munu styðja liðið á morgun til sigurs.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments