Uncategorized — 03/11/2014 at 21:49

Arsenal lánar Francis Coquelin

by

Arsenal v Fulham - Premier League

Francis Coquelin hefur gengið til liðs við Charlton Athletic á láni til 1.des. Frakkinn sem hefur verið hjá Arsenal frá árinu 2008 og hefur spilað 43 leiki í rauðu treyjunni og farið á láni til Lorient í Frakklandi og Freiburg í þýskalandi þar sem hann spilaði 24 leiki á seinsta tímabili, hefur ekki náð að vinna sér inn fast sæti í aðalliðinu og margir velt fyrir sér hversu lengi hann verður hjá klúbbnum. Af einhverjum ástæðum heldur Wenger samt enn í hann, hvort sem það er uppá framtíðina eða eitthvað annað verður að koma í ljós en ljóst er að þessi 23 ára gamli leikmaður þarf að stíga upp og sína sitt rétta andlit eða fara annað. Auðvitað vonum við að það fyrra verði fyrir valinu.

Magnus P.

Comments

comments