Uncategorized — 29/12/2014 at 07:39

Arsenal lagði West Ham

by

OllievsNewcastle
Danny Welbeck setti hann en Olivier Giroud var í leikbanni

Arsenal átti góða frammistöðu þegar liðið heimsótti lið West Ham á Upton Park í gær.

Ákveðin taktísk breyting átti sér stað og taldi Wenger sig þurfa á tveimur varnartengiliðum að halda í þessum leik, en Francis Coquelin, sem verið hefur í láni hjá Charlton á leiktíðinni byrjaði leikinn.

Coquelin og Flamini léku vel saman fyrir framan vörnina og má segja að taktískt hafi leikurinn gengið frábærlega upp. West Ham hefur verið á fljúgandi siglingu í deildinni en áttu erfitt með að skora hjá Szczesny í markinu.

Það var Santi Cazorla sem kom Arsenal yfir eftir 41 mínútna leik með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur. Féll hann þá eftir viðskipti við Winston Reid. Mótmæltu leikmenn West Ham dómnum harðlega en flestir eru á því að dómurinn hafi þó verið réttur.

Aðeins tveimur mínútum síðar var komið að enskri snilld. Þá lagði Chamberlain af stað með boltan inn í teig West Ham og út við línu og rúllaði boltanum fyrir markið þar sem óvaldaður Danny Welbeck tæklaði boltan í netið og staðan því 2-0 í hálfleik.

Cheikhou Kouyate minnkaði muninn í 2-1 eftir um tíu mínútur af seinni hálfleik en eftir klafs í teignum barst boltinn á Kouyate sem var stærri og sterkari í loftinu í þetta sinn en andstæðingur sinn, en Kouyate skallaði þá boltan í Mathieu Debuchy og þaðan fór boltinn í netið.

Arsenal hefði hæglega getað bætt við fleiri mörkum en það kom því miður ekki á daginn vegna stórleiks Adrian í marki West Ham. Átti hann hverja vörsluna á fætur annarri og þar með sat, sterkur 2-1 útisigur og Arsenal því búið að jafna Southampton að stigum í fjórða sæti deildarinnar, en næsti leikur er einmitt gegn Southampton á útivelli á nýársdag.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments