Uncategorized — 30/08/2011 at 03:10

Arsenal ladies WSL meistarar

by

Arsenal ladies eru meistarar á Englandi í Women’s Super League. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi deild er spiluð og er því Arsenal liðið fyrstu meistararnir sem eru krýndir í þessari nýju deild en samtals hefur Arsenal 12 sinnum orðið meistari í gömlu Ladies Premier League deildinni.

Arsenal vann þennan titil á síðasta keppnisdegi í deildinni með því að leggja Liverpool af velli 3-1 á heimavelli Liverpool stelpnanna.

Þær Rachel Yankey(2) og Kim Little skoruðu mörk Arsenal stelpnanna.

Til hamingju stelpur !!!!!!!!!!

Comments

comments