Uncategorized — 22/09/2013 at 15:00

Arsenal komið í efsta sæti

by

Özil_vs_Stoke

Arsenal vann Stoke 3-1 á heimavelli áðan og er komið upp í efsta sæti.

Ramsey, Martesacker og Sagna skoruðu allt eftir stoðsendingar frá Özil. Að vísu var fyrstamark leiksins ekki eftir beina sending, þá skoraði Ramsey úr frákasti eftir að Begovic hafði varið aukaspyrnu frá Özil.

Stoke náði að jafna en Arsenal komst aftur yfir þegar Mertesacker skallaði inn hornspyrnu frá Özil og Sagna skoraði eina mark síðari hálfleiks með skalla eftir aukaspyrn Özil´s.

Þessi leikur var í raun sérstakur. Við höfum alltaf átterfittmeðföstleikatriði og sérstaklega gegn Stoke. Núna skoruðm við þrjú mörk úr föstum leikatriðum. Við komumst aldrei upp úr fyrsta gír en unnum Stoke auðveldlega.

Efsta sætið er okkar en næstaverkefni er WBA í Capital One Cup.

SHG

Comments

comments