Uncategorized — 21/12/2014 at 18:15

Arsenal kastaði frá sér sigri í uppbótartíma

by

OllievsNewcastle

Arsenal tapaði tveimur stigum í baráttunni í deildinni þegar þeir heimsóttu Liverpool á Anfield í dag.

Það var Phillipe Coutinho sem kom Liverpool yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Mathieu Debuchy jafnaði leikinn aðeins mínútu síðar með góðu skallamarki og staðan 1-1 í hálfleik.

Olivier Giroud kom Arsenal síðan yfir eftir frábæra spilamennsku Arsenal um miðbik síðari hálfleiks.

Allt benti til þess að Arsenal tæki stigin þrjú með sér til London, en Fabio Borini fékk tvö gul á tveggja mínútna kafla undir lok venjulegs leiktíma og lét reka sig útaf.

Það var síðan Martin Skrtel sem jafnaði metin á 96. mínútu leiksins með skallamarki úr hornspyrnu og því má segja að Arsenal hafi kastað frá sér tveimur stigum í þessum leik.

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments