Arsenal.is blog

Nú eftir um það bil 6-7 ára hlé frá bloggi og fréttaskrifum hef ég ákveðið að reyna að byrja að tjá mig nokkrum sinnum í viku um liðið sem við öll elskum og fylgjumst með nánast daglega. Ég lofa engu en ætla að gera mitt besta og reyna að lífga aðeins uppá Arsenal samfélagið hérna á Íslandi, ekki það að það hafi verið eitthvað voðalega slæmt en það er alltaf hægt að gera flesta hluti betri.
Í vetur og í framtíðinni ætla að fara yfir leikina, mörkin, spjöldin og bara allt sem gerist innan og utan vallar sem tengist Arsenal og jafnvel öðrum liðum líka því það er ótrúlega mikið sem gerist á einni leiktíð í Enska boltanum.

Flestir tengja lénið arsenal.is við Arsenalklúbbinn en sá ágæti klúbbur hefur notað þetta lén í nokkuð mörg ár en nú er því samstarfi formlega hætt, sú ágæta stjórn sem þar starfar ætlar að halda sig við Facebook í framtíðinni á þessari slóð https://www.facebook.com/arsenalklubburinn1982/
Þó svo að formlegu samstarfi milli Arsenalklúbbsins og arsenal.is sé hætt þá verður nú að sjálfsögðu að vera eitthvað samstarf og tengi ég Arsenalklúbbinn áfram á sinn vef frá þessari vefsíðu áfram eins og alltaf hefur verið gert.

Ég æfði aldrei fótbolta á mínum yngri árum en fékk óstjórnlega mikinn áhuga á Arsenal og að horfa á fótbolta þegar ég var um það bil 12-13 ára eða árið 1986 eftir að hafa lesið sögu Arsenal sem var til á Íslensku á þeim tíma, man að ég sat á bókasafninu nánast daglega í nokkrar vikur og las og las. Á þeim tíma fékk maður fótbolta úrslitin eingöngu á Þriðjudögum með Morgunblaðinu og þar sem ég bjó út á landi þurfti maður stundum að bíða lengur ef ekki var hægt að fljúga með moggann vestur á Ísafjörð vegna ófærðar.

Eins og sjá má á þessari töflu hér neðar þá hefur Arsenal aldrei lent neðar en 12 sæti síðan ég byrjaði að halda með Arsenal, sem verður nú að teljast ágætis árangur hjá liði.
Ég hef farið á yfir 30 leiki á Highbury og Emirates Stadium samanlagt en Arsenal hefur aldrei tapað þegar ég hef verið á vellinum, hvenær ætlar stjórn Arsenal að fatta þetta ?  🙂

 

Ártal Deild Stig Sæti Framkvæmdarstjóri
18/19 70 5 Unai Emery
17/18 63 6 Arsène Wenger
16/17 75 5 Arsène Wenger
15/16 71 2 Arsène Wenger
14/15 75 3 Arsène Wenger
13/14 79 4 Arsène Wenger
12/13 73 4 Arsène Wenger
11/12 70 3 Arsène Wenger
10/11 68 4 Arsène Wenger
09/10 75 3 Arsène Wenger
08/09 72 4 Arsène Wenger
07/08 83 3 Arsène Wenger
06/07 65 4 Arsène Wenger
05/06 67 4 Arsène Wenger
04/05 83 2 Arsène Wenger
03/04 90 1 Arsène Wenger
02/03 78 2 Arsène Wenger
01/02 87 1 Arsène Wenger
00/01 70 2 Arsène Wenger
99/00 73 2 Arsène Wenger
98/99 78 2 Arsène Wenger
97/98 78 1 Arsène Wenger
96/97 68 3 Arsène Wenger
95/96 63 5 Bruce Rioch
94/95 51 12 Stewart Houston
93/94 71 4 George Graham
92/93 56 10 George Graham
91/92 72 4 George Graham
90/91 85 1 George Graham
89/90 62 4 George Graham
87/88 66 6 George Graham
86/87 70 4 George Graham
85/86 69 7 George Graham