Uncategorized — 12/04/2014 at 22:10

Arsenal í úrslit FA Cup

by

Wigan Athletic v Arsenal - FA Cup Semi-Final

Arsenal mætti Wigan í undanúrslitum FA Cup í dag. Wenger hélt áfram að nota Fabianski í markinu auk þess þá kom Sanogo inn í liðið fyrir Giroud. Annað var eftir bókinni þar sem flest allir leikmenn liðsins eru meiddir, þannig að Eisfeld og Akpom voru á bekknum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá skoruðu sitthvort liðið mark í þeim síðari. Fyrst skoraði Wigan úr vítaspyrnu eftir að Per Mertesacker braut klaufalega af sér. Per bætti síðan upp fyrir þennan klaufaskap sinn með því að jafna leikinn. Ekkert var skorað í framlengingu, Arsenal komust þó næst því. Sanogo átti skalla í stöng og Ox átti skot í slá.

Fabianski var aðal maðurinn í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði fyrstu tvær vítaspyrnur Wigan á meðan Arteta, Kallström, Giroud og Cazorla skoruðu úr sínum spyrnum.

Arsenal fær því eitt tækifæri til að vinna titil þetta tímabil, það tækifæri gefst 17. maí.

SHG

Comments

comments