Uncategorized — 31/08/2014 at 17:22

Arsenal heppnir gegn Leicester

by

Leicester City v Arsenal - Premier League

Því minna sem talað er um þennan leik því betra.

Arsenal gerðu 1-1 jafntefli við Leicester í dag en mega þakka Szczesny fyrir að hafa ekki tapað leiknum. Alexis Sanchez kom Arsenal yfir en eftir það var bara eitt lið á vellinum í rúman klukkutíma og var það Leicester.

Jújú, Arsenal var meira með boltan og hlupu eflaust marga kílómetra og sendingar þeirra heppnuðuðst. En sóknarleikurinn var hægur, hugmyndasnauður ogg engin leikgleiði var í leikmönnum. Þegar Sanogo, Podolski, Alexix eða Ox fengu boltann og voru í álitlegu færi þá kom engin aðstoð og alltaf þurfti fremsti maður Arsenal að reyna að komast í gegnum 6-8 manna þvögu Leicester.

En þegar Leicester fengu boltann voru þeir fljótir fram og sóttu á 5-6 mönnum. Fengu færi en voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk.

Eftir að Wenger hafði klárað allar skiptingar meiddut bæði Özil og Ox. Mögulega er Arsenal því að fara að missa fleiri leikmenn í meiðsli.

SHG

Comments

comments