Uncategorized — 14/07/2013 at 15:41

Arsenal fór létt með landslið Indónesíu

by

Arsenal Training Session

Arsenal spilaði sinn fyrsta æfingaleik á undirbúningstímabilinu í dag og vann landslið Indónesíu frekar létt, 7-0

Einungis eitt mark var skorað í fyrri hálfleik og var það Theo Walcott sem kom Arsenal yfir eftir góðan undirbúning frá Chamberlain.

Í síðari hálfleik kom Akpom Arsenal í 2-0 eftir mjög flottan sprett frá afmælisbarninu Gnabry.

Þegar leikmenn Indónesíu voru farnir að verða þreyttir þá kom Giruoud inn á og hann var búinn að skora 2 mörk úr þremur snertingum áður en hann var búinn að vera inn á í þrjár mínútur.

Þá var komið að Rosicky að leika sér, en hann lagði upp næstu tvö mörk, fyrst fyrir Podolski svo fyrir Olson með frábærri sendingu. Það var svo Eisfeld sem rak endahnútinn á markaskorun síðari hálfleiksins með marki 3 mínútum fyrir leikslok.

Ekki voru fleiri mörk skoruð en allir leikmenn Arsenal nema Wilshere, Ryo og Szczensy spiluðu eitthvað í þessum leik.

SHG

Comments

comments