Uncategorized — 02/08/2014 at 17:44

Arsenal fór létt með Benfica

by

Arsenal v Benfica - Emirates Cup

Emirates Cup byrjaði í dag með 2-2 jafntefli Valencia og Monaco.

Liðið sem hóf leikinn gegn Benfica var eftirfarandi: Martinez, Bellerin, Chambers, Monreal, Gibbs, Flamini, Campbell, Ramsey, Rosicky, Oxlade-Chamberlain og Sanogo.

Ef einhver hélt að sóknarleikur Arsenal yrði ekki góður þar sem Sanogo var einn frammi þá skjátlaðist sá einstaklingur. Sanogo skoraði þrennu í fyrri hálfleik og var kominn með fjögur mörk eftir 49 mínútur.

En fyrri hálfleikur Arsenal var frábær, þar sem Bellerin, Ramsey, Campbell og Sanogo voru frábærir. Arsenal var aftur að spila gamla góða fótboltann þar sem þeir sóttu hratt um leið og þeir náðu honum.

Sanogo kom Arsenal í 1-0 eftir undirbúning Ramsey. Campbell kom Arsenal í 2-0 eftir undirbúning Bellerin. Campbell var svo óheppinn að skora ekki annað mínútu seinna en hann gerði virkilega vel þegar hann lagði upp þriðja mark Arsenal og annað mark Sanogo á 45. mínútu. Aðeins hálfri mínútu síðar var Gibbs búinn að leggja upp mark fyrir Sanogo og þrennan tryggð.

Cazorla kom inn á í hálfleik og en það var Ramsey sem var aftur á ferðinni og lagði upp fjórða mark Sanogo, átti skot sem var varið út í teig og Sanogo fylgdi eftir. Eftir þetta leystist leikurinn upp enda mikið um skiptingar og einnig náðu Benfica að skora eitt mark. Stuttu eftir það kom Alexis Sanchez inn á í fyrsta skipti fyrir Arsenal.

Lokatölur 5-1, Arsenal því efst með 8 stig, Valencia og Monaco 3 stig hvor og Benfica 1 stig.

SHG

Comments

comments