Uncategorized — 20/09/2014 at 16:24

Arsenal fór létt með Aston Villa

by

vs_astonvilla

 

Arsenal vann áðan Aston Villa 0-3 með mörkum frá Özil og Welbeck auk þess sem eitt var sjálfsmark.

Wenger gerði nokkrar breytingar á liðinu, setti meðal annars Özil í sína rétta stöðu og Sanchez var á bekknum.

Arsenal byrjaði ekkert allt of vel og þurfti Szczesney að bjarga nokkrum sinnum áður en  drauma þriggja mínútna kafli byrjaði. Welbeck fann Özil sem skoraði, Özil fann Welbeck sem skoraði og Gibbs gaf fyrir og úr varð mark.

Arsenal drap niður leikinn í síðari hálfleik, Aston Villa voru reyndar ekkert að reyna að gera og leyfðu leikmönnum Arsenal að spila sín á milli. Arsenal endaði á að vera með 741 heppnaða sendingu í leiknum sem er það mesta í ensku úrvalsdeildinni í tvö ár.

Flottur sigur og gott veganesti fyrir Özil og Welbeck að vera komnir á blað.

SHG

 

Comments

comments