Uncategorized — 30/06/2011 at 14:07

Arsenal fer með sitt sterkasta lið til Asíu

by

Wenger fer með sitt sterkasta lið

Wenger hefur nú staðfest að hann mun fara með sitt sterkasta lið til Asíu en þar mun Arsenal æfa og spila bæði í Kína og Malasíu gegn Malasya XI og Hangzhou Greentown 13 og 17 Júlí.

Wenger hefur alltaf verið á móti löngum ferðalögum með leikmenn sína þar sem það er einstaklega þreytandi að sitja í flugvélum. En nú er öldin önnur og félög þurfa að koma sér á framfæri í Asíu löndum meðal annars til þess að auka tekjurnar. En vanalega fór Arsenal liðið alltaf til Austurríkis til að æfa og spila æfingaleiki.

Wenger segir. ” ‘Í langan tíma var ég mjög á móti þessu en nú hefur Úrvalsdeildin orðið eins konar heimsdeild og því er mjög mikilvægt að ná sem bestu sambandi við aðdáendur um allan heim. Ég mun taka besta mögulega liðið með mér til Asíu en við förum til Asíu eftir aðeins einnar viku æfingarprógram, það verða allir komnir til baka úr fríi á þessum tíma”.

Getur skoðað viðtalið á arsenal.com hér

 

Comments

comments