Uncategorized — 26/01/2014 at 17:51

Arsenal fær Liverpool í heimsókn í FA-bikarnum

by

fa cup

Dregið var í fimmtu umferð enska bikarsins rétt í þessu þar sem að Arsenal fékk heimaleik gegn Liverpool. Af öðrum viðureignum í þessari umferð má nefna stórleik Manchester City og Chelsea.

Leikið verður í fimmtu umferðinni 15. og 16. febrúar en Arsenal mun heimsækja Liverpool nokkrum dögum fyrr eða þann 8. febrúar. Það verður því svakalegt prógram yfir 11 daga þar sem Arsenal mætir Liverpool tvisvar sinnum, Manchester United og Bayern Munchen!

Fimmta umferðin í heild:

Man City – Chelsea
Sheffield Utd/Fulham – Notthingham Forest/Preston
Arsenal – Liverpool
Brighton – Hull
Cardiff – Wigan
Sheffield Wednesday – Charlton
Sunderland – Southampton
Everton – Swansea

TG

Comments

comments