Uncategorized — 10/02/2015 at 11:54

Arsenal fær Leicester í heimsókn í kvöld

by

Keppnin um Meistaradeildarsæti er að hitna all verulega. Í síðustu 10 leikjum höfum við ásamt Liverpool, Man Utd og Southampton náð í 19 stig. Spurs hefur gengið best og náð í 23 stig og sigurinn gegn okkur um síðustu helgi mun án efa auka sjálfstraust þeirra. Helgin var slæm fyrir okkur, mörk seint í leikjum frá Sadio Mané, Danny Blind og Harry Kane eyðulögðu hvað hefði geta orðið nokkuð góð helgi fyrrir okkur, og núna erum við því í sjötta sæti þegar 14 leikir eru eftir.

 

Staðan okkar er langt frá því að vera vonlaus, en þetta mun án efa verða ein erfiðasta barátta Arsenal til þessa. Næstu fjórir leikir Arsenal eru gegn liðum í neðri hlutanum, svo ætla má að við ættum að ná í 12 stig nema tapið gegn Spurs sitji svona rosalega í leikmönnum. Síðustu ár þegar við höfum verið að berjast um hið margrómaða fjórða sæti þá höfum við yfirleitt þurft að treysta á að eitt lið misstigi sig. Í ár erum við að tala um 3-5 lið. Við eigum enn eftir að mæta Man Utd og Liverpool þannig að þetta er í okkar höndum, sérstaklega ef Liverpool gerir okkur greiða og tekur stig af Spurs í kvöld. Það er í okkar höndum að sýna að við erum besta liðið af þessum sem berjast um Meistaradeildarsæti frekar en að sitja til baka og vonast eftir að hin liðin misstigi sig.

Heimaleikur gegn liði í neðsta sæti, stjórna af manni sem virðist gjörsamlega að missa andlega heilsu er kannski það besta sem við gátum beðið um eftir tapaið um helgina. En það hafa verið nóg af óvæntum úrslitum í vetur til þess að hægt sé að bóka sigur í kvöld. Leicester var undir gegn Spurs 1-0 en vann fyrir tveimur vikum, Leicester gerði jafntefli við okkur í fyrri leiknum, þeim tókst að skora fimm egn Man Utd og náðu jafntefli gegn Liverpool eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Þetta er ekki leikur sem við getum tekið á undirmeðvitundinni, leikmenn þurfa að vera tilbúnir í baráttu og sýna sitt rétta andlit. Ég neita því þó ekki að á pappírum eigum við ekki að vera í vandræðum með þetta lið en pappírar eða tölfærði hefur aldrei unnið leik. Á pappírum hefði Man City átt að vinna Hull um helgina, Chelsea hefði átt að labba yfir Bradford og við hefðum átt að vinna Hull, Anderlecht, Swansea og Stoke.

Leicester að berjast fyrir tilverurétt sýnum í deildinni og Nigel Pearson er að bersjat fyrir starfi sínu. 4 sigrar í 24 leikjum skilur liðið eftir í neðsta sæti, við munum ekki sjá neitt annað í kvöld en lið sem virkilega mun berjat og leggja sig 100% í verkefnið. Síðast þegar við spiliðum heimaleik gegn Leicester þá kláruðum við heilt tímabil taplausir, við höfum ekki tapað gegn þeim á heimavelli eða útivelli síðan 1994.

 

Liðsfréttir

Arsenal

Alex Oxlade-Chamberlain er ennþá meiddur en Alexis Sanchez er orðinn heill. Vonandi erum við þó ekki að flýta okkur með hann til baka bara útaf tapinu í síðasta leik. Ospina átt í vandræðum með að koma boltanum í leik eftir höggið sem hann fékk og því óvíst hvort hann sé tilbúinn að vera í markinu í kvöld. Ef Koscielny er ennþá í vandræðum með hásinina sína þá kæmi mér ekki á óvart að sjá Gabriel byrja í kvöld. Giroud virðist líka í einhverjum vandræðim með ökklan sinn. Leikmenn sem hafa minna fengið að spreyta sig síðustu vikurnar, Gibbs, Walcott og Rosicky gætu allir byrjað inn á.

varamenn: Szczesny, Chambers, Monreal, Flamini, Ramsey, Cazorla, Giroud

Leicester

Kasper Schmeichel og Chris Wood eru meiddir.

Varamenn: hef ekki hugmynd!
SHG

Comments

comments