Uncategorized — 07/01/2015 at 10:15

Arsenal – Everton: Hópferð

by

ars_eve

Það að heimsækja Emirates Stadium er góð skemmtun. Hvað gerist þegar Everton kemur í heimsókn? Þetta verður eitthvað! Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð með öðrum Arsenal-stuðningsmönnum á Íslandi undir einstakri fararstjórn Arsenal-klúbbsins á Íslandi.

Verð
Ferðin kostar 99.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi fyrir félaga í Arsenal-klúbbnum á Íslandi. Innifalið er flug með WOW air, gisting á hóteli með morgunverði í þrjár nætur í London, rútur til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og miði á leikinn. Miðar á leikinn verða afhentir í London. Farangursheimild fyrir ferðatösku utan handfarangurs er ekki innifalin í fargjaldinu. Verð fyrir þá sem eru ekki í Arsenal-klúbbnum á Íslandi er 109.900 krónur á mann miðað við tvo saman í herbergi.

Leikur
Leikur Arsenal og Everton fer fram sunnudaginn 1. mars klukkan 14:05

Arsenal-klúbburinn á Íslandi
Gaman Ferðir eru stoltir samstarfsaðilar Arsenal-klúbbsins á Íslandi. Allar upplýsingar um klúbbinn fást á vefsíðunni www.arsenal.is.

Einstaklingsherbergi
Það kostar 36.000 krónur aukalega að vera í einstaklingsherbergi.

Kortalán
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á  thor@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni.

Flugferðin
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til London Gatwick föstudaginn 27 .febrúar 2015 klukkan 6:45.  Flogið er heim á leið mánudaginn 2. mars klukkan 19:40. Gott að vera mættur út á flugvöll um það bil tveimur tímum fyrir brottför.

Hótel
Holiday Inn Regent Park
Carburton St, London

Völlur / Miðar
Heimavöllur Arsenal heitir Emirates Stadium. Næsta lestarstöð við völlinn er Arsenal. Það er misjafnt hvar við fáum úthlutað miðum á leiki Arsenal.

0-0 Trygging
Gaman Ferðir ætla í vetur að bjóða í fyrsta sinn á Íslandi upp á sérstaka 0-0 tryggingu í ferðum sínum. Ef þú kaupir 0-0 tryggingu þegar þú kaupir fótboltaferðina og leikurinn fer 0-0, þá færðu aðra ferð* með Gaman Ferðum til London til að sjá liðið þitt. Nú er sem sagt hægt að tryggja sig sérstaklega fyrir markaleysi í ferðum Gaman Ferða. Þessi einstaka 0-0 trygging kostar 9.900 krónur fyrir hvern einstakling í ferð. Hægt er að skoða skilmála fyrir 0-0 tryggingu Gaman Ferða á vefsíðu okkar undir skilmálar.

Forfallatrygging
Gaman Ferðir býður farþegum forfallatryggingu sem tryggir fulla endurgreiðslu fargjalds sé læknisvottorði/lögregluskýrslu framvísað. Hægt er að kaupa slíka tryggingu hjá okkur, sendu bara póst á  thor@gaman.is. Forfallatrygging kostar 5000 krónur fyrir hvern einstakling í ferð. Hægt er að skoða skilmála fyrir forfallatryggingu Gaman Ferða á vefsíðu okkar undir skilmálar.

Farangursheimild
Farangursheimild fyrir ferðatösku utan handfarangurs er ekki innifalin í fargjaldinu. Hægt er að kaupa farangursheimild fyrir töskur á góðum afsláttarkjörum þegar ferðin er bókuð á netinu. Miðað er við að hver taska sé 20 kíló. Á vefsíðu WOW air er að finna helstu verðupplýsingar vegna bókana og annarrar þjónustu sem fluggestir WOW air gætu þurft að nýta sér.

Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 56x45x25 sm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 5 kg.

Comments

comments