Uncategorized — 13/12/2014 at 20:12

Arsenal ekki í vandræðum með Newcastle

by

OllievsNewcastle

Arsenal fékk Newcastle í heimsókn í síðasta leik dagsins og var ekki í vandræðum. Arsenal vann 4-1, sama markatala og síðasti sigurleikur og eins og í vikunni skoraði miðjumaður tvö mörk og framherji tvö. Að þessu sinni Olivier Giroud og Santi Cazorla.

Arsenal byrjaði mög vel og áður en Giroud kom Arsenal yfir með hörku skalla þá var Tiote heppinn að vera ekki rekinn útaf þegar hann sparkaði viljandi í maga Alexis. Stuttu eftir markið skoraði svo Welbeck en af óskiljanlegum ástæðum þá flautaði Lee Mason brot á Welbeck. Tiote braut svo á Giroud inn í teig, ekkert dæmt og Dummett braut svo á Alexis inn í teig en aukaspyrna dæmd. Arsenal voru svo heppnir að fá ekki á sig víti þegar Welbeck fékk boltann í höndina rétt fyrir hálfleik.

Arsenal skoraði tvö mörk strax á fyrstu mínútum síðari hálfleiks, fyrst Cazorla eftir undirbúning Alexis og svo Giroud eftir sendingu frá Bellerin. Newcastle minnkaði muninn áður en Cazorla kláraði leikinn með marki úr vítaspyrnu, vippaði á mitt markið.

Giroud virðist vera koma sterkur til baka úr meiðslunum, ef Alexis skorar ekki þá leggur hann upp, Welbeck er sennilega duglegast leikmaður deildarinnar og Debuchy getur alveg vel leyst af sem miðvörður.

Þrjú stig í hús ig viku hvíld ´ðaur en Arsenal fer á Anfield.

SHG

 

Comments

comments