Uncategorized — 06/10/2013 at 17:22

Arsenal í efsta sætið eftir jafntefli

by

jack_vs_WBA

Jack Wilshere tryggði Arsenal 1-1 jafntefli gegn WBA fyrr í dag.

Það var alltaf vitað að með hverjum sigurleik á útivelli færi að styttast í það að sigurgangan myndi hætta. Það var einnig vitað að eftir að WBA vann Man Utd um síðustu helgi að það yrði ekki auðvelt að fara á The Hawthorns.

Arsenal byrjuðu leikinn mjög illa og sköpuðu sér ekkert í fyrri hálfleik. Þeir að vísu stjórnuðu leiknum en WBA skoraði úr sínu eina færi.

Arsenal voru heppnir aðlenda ekki 2-0 undir áður en Rosicky kom inn á fyrir Ramsey. Við það lagaðist leikur liðsins til muna og var það Rosicky sem lagði upp markið fyrir Jack Wilshere. Arsenal fengu færi eftir þetta til að klára leikinn en þegar upp var staðið þá var jafntefli væntanlega sanngjörn úrslit.

Jafntefli dugar Arsenal til að fara aftur í efsta sætið og verða þeir þar framyfir næsta landsleikahlé sem tekur nú við.

SHG

Comments

comments