Uncategorized — 13/12/2012 at 00:07

Arsenal efst í huga Guardiola samkvæmt Goal.com

by

Samkvæmt Goal.com hefur Pep Guardiola sagt að Arsenal sé hans fyrsti kostur ef hann ætti að snúa til baka í þjálfun í ensku úrvalsdeildina.

Spánverjinn hefur verið orðaður við Chelsea, bæði Manchesterliðin, Liverpool og Arsenal undanfarið ásamt liðum á Ítalíu og Frakklandi eftir að hafa tekið sér árs frí frá fótboltanum eftir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna með Barcelona.

Guardiola kýs að þjálfa Arsenal ef hann ætti að þjálfa á Englandi. Klúbburinn veit að hann hefði áhuga á að þjálfa liðið á næsta ári.” er haft eftir heimildum Goal.com.

Eftir vægast sagt svekkjandi tap gegn Bradford í Capital One bikarnum munu þessar fréttir eflaust kæta stuðningsmenn Arsenal en margir hverjir eru ekki sáttir með gengi liðsins ekki bara á tímabilinu heldur undanfarin ár, en liðinu hefur mistekist að vinna titil í 7 ár.

“Guardiola hefur ekki áhuga á Chelsea starfinu. Hann hefur áhyggjur af stöðuleika liðsins. Þar að auki hefur hann góð sambönd við Wenger eftir að hafa hlotið þjálfararéttindi sín hjá Arsenal.” bætti þessi heimildarmaður Goal.com við.

Talið er þó að Wenger muni hafa eitthvað að segja um það hver eftirmaður sinn verði en hann hefur nefnt til sögunnar núverandi þjálfara Nagoya Grampuz Eight, Dragan Stojkovic, en Nagoya er einmitt liðið sem að Wenger þjálfaði áður en hann kom til Arsenal 1996.

SRB

Frétt upphaflega á 433.is

Comments

comments