Uncategorized — 24/11/2011 at 10:19

Arsenal – Dortmund 2-1

by

Arsenal er fyrsta Enska liðið sem er komið áfram í 16 liða úrslit meistaradeildarinnar en 2-1 sigur á heimavelli gegn Dortmund var nóg til þess að Arsenal er öruggt í efsta sæti F riðils. Arsenal tapaði ekki einum einasta leik í riðlinum og á einn leik eftir gegn Olympiacos og þar verða væntanlega hvíldir leikmenn. En aftur að leik gærkvöldsins. Robin Van Persie hélt áfram sínu ótrúlega formi fyrir framan markið og skoraði bæði mörk Arsenal.

Fyrri hálfleikuirnn var frekar leiðinlegur en það var eins og bæði lið hafi verið mjög stressuð og héldu boltanum mjög illa og því ekkert merkilegt sem gerðist í fyrri hálfleiknum nema að Dortmund missti tvo leikmenn af velli vegna meiðsla, þá Bender og Götze.

Seinni hálfleikurinn byrjaðu með miklu fjöri og voru leikmenn Dortmund mjög nálægt því að skora í upphafi hans en á sama tíma og maður hélt að Dortmund væri að taka leikinn í sínar hendur þá bjó Alex Song til mark úr nánast engu, fór upp vinstri kantinn og sólaði þar tvo leikmenn og sendi boltann fyrir, beint á hausinn á Van Persie sem skoraði fallegt skallamark. Eftir markið var sem Arsenal tæki völdin á vellinum. Gervinho átti mjög gott færi sem hann klúðraði einn á móti markmanni. Það vantar ábyggilega töluvert sjálftraust í hann því þetta er í þriðja eða fjórða skiptið í vetur sem ég sé hann klúðra svona færi, en ég er viss um að hann á eftir að ná sér fullkomnlega á strik.

Seinna mark Arsenal kom á 86 mínútu eftir hornspyrnu. Arteta tók spyrnuna, Vermaelen skallaði boltann áfram við mark Dortmund og hver annar en Van Persie var á réttum stað til að skjóta boltanum í netið. Kagawa skoraði síðan mark fyrir Dortmund á 92 mínútu eftir mikil varnarleti mistök okkar manna, Szczęsny varð brjálaður.

Það sést að Arsenal er að verða sterkara og sterkara með hverjum leiknum sem líður og vill ég meina að liðið sé jafnvel sterkara en með þá Fabregas og Nasri innanborðs. Song var hreint og beint frábær í leiknum og er að sýna það þessa daganna að hann er meðal betri varnartengiliða í heiminum í dag. Abou Diaby fékk að spila í heilar 7-8 mínútur og þeir Djourou og Benayoun fengu einnig nokkrar mínútur í leiknum.

arsenal.is Maður leiksins: Alex Song

 


Arsenal v Borussia Dortmund by vermouther

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Laurent Koscielny(83)
Per Mertesacker
Thomas Vermaelen
Andre Santos
Alex Song
Mikel Arteta
Aaron Ramsey
Theo Walcott(86)
Gervinho(74)
Robin van Persie

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Johan Djourou(83)
Emmanuel Frimpong
Yossi Benayoun(74)
Andrey Arshavin
Abou Diaby(86)
Marouane Chamakh

Comments

comments