Uncategorized — 25/02/2015 at 21:42

Arsenal búnir að mála sig út í horn með skelfilegu tapi

by

59495.3

Arsenal mætti Monaco á Emirates Stadium í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Það var enginn glæsibragur yfir leik Arsenal manna í þetta sinn sem þurftu að sætta sig við 3-1 tap.

Geoffrey Kondogbia kom Monaco yfir eftir 38 mínútna leik með glæsilegu skoti utan teigs þar sem enginn var mættur í pressuna, boltinn af Per Mertesacker og David Ospina hefur líklega ekki séð boltan og horfir á hann fara inn.

Þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik gerði Per Mertesacker sig sekan um skelfilega pressu á sóknarmanninn, skilur eftir autt svæði fyrir aftan sig sem Monaco sleppur inn í, rennur boltanum á Berbatov sem kom Monaco í 2-0.

Undir lok venjulegs leiktíma skoraði Alex Oxlade-Chamberlain það sem menn héldu að ætti eftir að verða gríðarlega dýrmætt mark þegar hann skrúfaði boltan í hornið rétt utan teigs.

En þar var leiknum ekki lokið þar sem að örskömmu síðar skoraði Yannick Ferreira-Carrasco og kom Monaco í 3-1.

Monaco spilaði leikinn frábærlega og það gekk öll þeirra leikáætlun upp en Arsenal þarf að gera miklu betur en þetta.

Arsenal eru því í mjög slæmri stöðu fyrir seinni leikinn í Frakklandi því gestirnir fara heim með þrjú útivallarmörk á bakinu og Arsenal þarf því að skora minnst þrjú mörk úti til að koma sér áfram í þessari viðureign.

EEO

Comments

comments