Uncategorized — 08/08/2014 at 14:42

Arsenal búið að samþykkja tilboð Barcelona í Vermaelen

by

Vermaelen

Arsenal hefur samþykkt 15 milljóna punda tilboð Barcelona í miðvörðinn Thomas Vermaelen fyrirliða Arsenal.

Þessi 28 ára gamli Belgi mun nú fara í samningaviðræður við Barcelona þar sem að leikmaðurinn fékk ekki nægan spilatíma hjá Lundúnarliðinu á síðustu leiktíð.

Manchester United hætti við að reyna að krækja í Vermaelen eftir að Arsenal óskaði um það að fá Chris Smalling í skiptum fyrir Belgan knáa

Ef ekkert óvænt kemur upp mun Vermaelen ganga í raðir Barcelona um helgina en hann hefur leikið með Arsenal undanfarin fimm ár og síðastliðnar 2 leiktíðir hefur hefur Vermaelen verið fyrirliði liðsins og staðið sig þar með prýði.

Vermaelen hefur leiðið um 110 leiki fyrir Arsenal og hefur skorað í þeim 13 mörk.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments