Uncategorized — 24/04/2013 at 14:11

Arsenal búið að ná samkomulagi um kaup á Jovetic?

by

Stevan-Jovetic

Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Arsenal sé búið að ganga frá kaupum og kjörum fyrir svartfellska framherjan Stefan Jovetic frá Fiorentina.

Talið er að kaupverðið muni nema 24 milljónum punda, sem er það sama og Arsenal seldi Robin van Persie til Manchester United fyrir þetta tímabil.

Arsenal hefur lengi verið orðað við Jovetic og sagðir nálægt því að klára kaupin en Arsenal leitar að framherja til að keppa við Olivier Giroud um stöðu framherja.

Þetta mun væntanlega þýða að framherjarnir Nicklas Bendtner, Marouane Chamakh og Park Chu-Young fari allir frá Arsenal í sumar en þeir eru allir lánaðir til annarra liða þessa stundina.

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments