Uncategorized — 24/09/2011 at 22:25

Arsenal – Bolton 3-0

by

Arsenal vann í dag langþráðann sigur í Úrvalsdeildinni þegar okkar menn lögðu Bolton 3-0 á Emirates Stadium. Robin Van Persie skoraði tvö mörk, það 99 og 100 fyrir Arsenal. Alex Song skoraði síðan þriðja mark Arsenal.

Það var Bolton sem byrjaði betur í leiknum og var maður byrjaður að svitna smávegis í byrjun leiks en Arsenal náði fljótlega ágætis tökum á leiknum þó svo að Bolton fengi nokkur góð færi. Stað var 0-0 í hálfleik en nánast strax eftir hálfleik skoraði Van Persie fyrsta mark Arsenal og sitt 99 sem leikmaður Arsenal. Á 55 mínútu fékk svo David Wheater hjá Bolton rautt spjald fyrir að brjóta á Theo Walcott en Theo átti stórann þátt í 100 marki Van Persie sem kom  á 72 mínútu og hafa aðeins 17 leikmenn skorað meira en 100 mörk fyrir Arsenal. Alex Song setti hann svo á 89 mínútu og 3-0 sigur var í höfn.

Theo Walcott meiddist í leiknum en ekki er enn vitað hversu alvarleg þau meiðsli gætu verið.

Robin Van Persie var tekinn útaf á 86 mínútu og reis fólk úr sætum og klappaði fyrir honum. 3 mörk skoruð og haldið hreinu er fínn árangur en það verður að fylgja því eftir með sigri gegn Olympiacos á Miðvikudag og svo Tottenham á Sunnudaginn næsta.

Maður Leiksins: Robin Van Persie


Ars 3-0 Bol by goalsarena2011

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Bacary Sagna
Per Mertesacker
Laurent Koscielny
Kieran Gibbs
Mikel Arteta(81)
Alex Song
Aaron Ramsey
Theo Walcott
Robin van Persie(86)
Gervinho(78)

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Andre Santos
Tomas Rosicky(81)
Alex Oxlade-Chamberlain
Andrey Arshavin(78)
Emmanuel Frimpong
Marouane Chamakh(86)

 

Comments

comments