Uncategorized — 25/01/2014 at 11:14

Arsenal fór auðveldlega í gegnum Coventry

by

 

Arsenal v Coventry City - FA Cup Fourth Round

Arsenal vann í gær auðveldan 4-0 sigur á Coventry í FA Cup.

Wenger stillti upp nokkuð sterku liði í gær og var Arsenal með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Podolski skoraði bæði mörk Arsenal í fyrri hálfleik, bæði eftir undirbúning frá öðrum Þjóðverjum. Fyrst lagði Özil upp mark, svo tók Gnabry hornspyrnu sem Mertesacker framlengdi og Podolski skallaði í mark.

Coventry voru líflegir í síðari hálfleik á meðan Arsenal slökuðu á. Þeir fengu færi til að minnka muninn en ýmist varði Fabianski eða þeir skutu framhjá. Wenger setti svo Giroud, Cazorla og hinn 16 ára Zalalem inn á og voru þá 5 Þjóðverjar að spila fyrir Arsenal.

Við þetta vaknaði liðið aftur og áður en yfir lauk hafði Cazorla og Giroud skorað.

Arsenal því komnir í 16 liða úrslit.

SHG

Comments

comments