Uncategorized — 15/04/2014 at 21:10

Arsenal aftur upp í fjórða sæti

by

Arsenal v West Ham United - Premier League

 

Arsenal vann í kvöld West Ham 3-1 og eru komnir aftur uppfyrir Everton.

Eftir erfiðar 120 mínútur um helgina fékk Kim Kallström tækifæri í byrjunarliðinu auk þess Koscielny kom til baka.

Szczesny var í markinu, Sagna hægri bakvörður, Mertesacker og Koscileny í miðverðinum og Vermaelen í vinstri bakverði þar sem Monreal og Gibbs eru báðir meiddir. Á miðjunni voru Arteta, Rosicky og Kallström á meðan Podolski og Cazorla voru á sitthvorum kantinum og Giroud fremstur.

Arsenal voru hægir og spil þeirra frekar einhæft til að byrja með en voru þó alltaf betri en West Ham. Cazorla og Rosicky voru duglegir að hlaupa fram með boltann og reyna að skapa eitthvað en einungis eitt færi leit dagsins ljós fyrsta hálftíman og Giroud klúðraði því herfilega.

Gegn gangi leiksins kom svo mark frá West Ham, ekkert öðruvísi en síðustu þrjár viðureignir en þá hefur West Ham komist yfir en Arsenal unnið. Arsenal sóttu í sig veðrið og náðu að jafna fyrir hálfleik með marki frá Podolski. Arsenal pressaði hátt upp völlinn og vann Cazorla boltann rétt yfir utan teig og fann Podolski sem kláráði vel.

Aðeins eitt lið var á vellinum í síðari hálfleik og sigurinn í raun aldrei í hættu. Giroud kom Arsenal yfir eftir að hafa tekið frábærlega niður háa sendingu frá Vermaelen og Ramsey lagði svo upp mark fyrir Podolski og þar við sat.

Arsenal aftur komið í fjórða en Everton á leik inni, á morgun gegn Crystal Palace á sínum heimavelli.

SHG

 

Comments

comments