Uncategorized — 28/08/2013 at 21:55

Arsenal áfram í riðlakeppni CL

by

Arsenal v Fenerbahce SK - UEFA Champions League Play-offs: Second Leg

Eftir auðveldan útisigur á Fenerbahce í síðustu viku þá var formsatriði fyrir Arsenal að klára heimaleikinn í gær.

Wenger tefldi fram sterku liði sem var ekki í vandræðum með að sigla þetta heim, 2-0 og skoraði Aaron Ramsey bæði mörkin.

Arsenal komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í 16. skipti í röð. Sigurinn var þó dýrkeyptur því Podolski tognaði og verður frá í þrjár vikur auk þess sem spurningamerki er með hvort Aaron Ramsey og Jack Wilshere nái leiknum gegn Tottenham.

SHG

Comments

comments