Uncategorized — 07/05/2013 at 22:12

Arsenal að semja við Puma?

by

Arsenal - Home - Puma - Frente

Ansi háværar sögusagnir eru núna þess efnis að Arsenal og Puma voru að gera stærsta treyjusamning sem gerður hefur verið á Englandi.

Liverpool gerði fáranlega stóran samning við Warrior um 25 milljónir punda á ári en þessi samningur milli Arsenal og Puma á að hljóða upp á 30 milljónir punda næstu fimm árin auk 20 milljónir strax við undirritun. Eða 170 milljónir punda í heildina.

Puma hefur lengi verið að reyna að komast almennilega inn á markaðinn hjá ensku liðinum en hefur núna gefist upp á að semja við “smærri” liðin og ákváðu því að fara þessa leið.

En ekki fyrir svo löngu leit út fyrir að Arsenal væri að fara að semja við Adidas eftir 20 ár hjá Nike.

SHG

Comments

comments